top of page
  • LinkedIn
  • Grey Facebook Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Instagram Icon

Porsche frumsýnir nýjan Cayenne EV: „Þetta er meira en 1000 hestöfl í fjölskyldu-SUV“

Porsche Cayenne EV 2026 - Tork Gaur

James Einar Becker

28. sep. 2025

Þegar tilraunaökumaður Porsche segir að hann viti ekki nákvæmlega hversu mikið afl hann hefur undir fætinum „nema að það sé meira en 1000 hestöfl,“ þá veistu að eitthvað sérstakt er í gangi.

Þegar tilraunaökumaður Porsche segir að hann viti ekki nákvæmlega hversu mikið afl hann hefur undir fætinum „nema að það sé meira en 1000 hestöfl,“ þá veistu að eitthvað sérstakt er í gangi.


Porsche frumsýndi nýja Cayenne EV í Porsche Experience Center i Leipzig seinasta september. Mögulega er orðið „frumsýning“ ofmæli þar sem allt sem maður sá var málað í felulitum eða falið á bak við falska boddí bita. Allar afkastatölur voru einnig á reiki. En gefið var upp að bíllinn gæti auðveldlega verið meira en 1000 hestöfl, farið frá 0-100 km/klst á undir 3 sekúndum og að drægni bílsins væri yfir 600 km.



Ekki bara hraði , heldur stjórn og stöðugleiki


„Þótt hraðinn sé augljóslega tilkomumikill snýst aksturinn ekki bara um kraft. Það er hvernig þú heldur vel yfir tveggja tonna bíl á veginum án þess að deyja,“ segir James Einar og hlær.


Utan vegar heldur bíllinn  sér stöðugum í ótrúlegum halla og á grýttu undirlagi – með venjulegum Goodyear 22” götudekkjum. Þökk sé afturhjólastýringu og háþróuðu fjöðrunarkerfi tekur hann sjálfur við stjórn þegar farið er niður brekku og heldur jafnvægi eins og hann væri á sléttu malbiki.


Framtíð rafhlöðutækninnar


Undir húddinu leynist háspennurafhlaða byggð úr sex einingum, hver með 32 sellur, samtals 192 í heild. Einingarnar eru sjálfar hluti af burðarvirkinu, sem þýðir að hægt er að skipta þeim út án þess að taka rafhlöðuna í heild í sundur.„Við setjum ekki einingarnar í kassa, einingin er kassinn,“ útskýrir Marco Schmerbeck, forstöðumaður orkukerfa hjá Porsche AG.


Sjálfbærni sem endist


Þegar spurt er hvort ending og notagildi sé besta form sjálfbærni svarar Marco hiklaust: „200%, já!“

Ef þessi sýning segir eitthvað um framtíð rafbíla frá Porsche, þá virðist framtíðin bæði öflugri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.

 


bottom of page