
James Einar Becker
31. okt. 2025
Polestar hefur stigið öruggt skref inn á lúxus markað rafmagnsbíla með innkomu nýja Polestar 5. Bíllinn var afhjúpaður á „Golden Carpet“ viðburði í München. Glæsileg framsetning viðburðarins sameinaði sænska hógværð og kvikmyndarlegan glamúr Þjóðverjans.
Maður tekur andköf við fyrstu sýn Polestar 5. Bíllinn er langur og breiður með „fastback“ linur og mjaðmabreiðan afturenda. Hönnunarlínurnar og framljósin gefa strax til kynna að um Polestar sé að ræða. Þó svo að bíllinn standi kyrr þá lítur út fyrir að hann ferðist á 200 km á klst.
Polestar 5 byggir á sér útbúinni álgrind sem skilar bæði stöðugleika og léttleika. Þessi útfærsla lofar einstökum aksturseiginleikum án þess að fórna þeim þægindum sem vænst er í lúxus Grand-Tourer. Verkfræðingar Polestar lýsa grindinni sem þeirri tæknilega fullkomnustu sem fyrirtækið hefur nokkru sinni smíðað.
Bíllinn er búinn tveimur mótorum sem keyra öll fjögur hjól og skila allt að 650 kW (871 hö). Nægt afl til að skjóta hinum straumlínulagaða fjögurra dyra GT úr kyrrstöðu í 100 km/klst. á um það bil 3,2 sekúndum. Hámarkshraði er 250 km/klst og er hann takmarkaður við þá tölu.
Rafmagnið kemur frá 112 kWh rafhlöðupakka (um 106 kWh nýtanlegu), byggðum á 800 volta rafkerfi sem styður hraðhleðslu allt að 350 kW DC. Á fullri hleðslu stefnir Polestar 5 á WLTP-drægni allt að 670 km. Þetta bílinn setur hann meðal efstu rafmagnsbíla þegar kemur að drægni.
Hlutföll bílsins endurspegla metnað hans sem Grand-Tourer. Hann er 5,09 m langur, 2,02 m breiður og 1,43 m hár, með eiginþyngd um 2,46 tonn.
Viðburðurinn í München var ekki bílafrumsýning heldur yfirlýsing. Í stað þess að leggja áherslu eingöngu á drægni eða hleðslutíma fagnaði viðburðurinn handverki, tækni, fágun og krafti. Sviðum sem áður voru í höndum bílarisanna frá Þýskalandi















