top of page
  • LinkedIn
  • Grey Facebook Icon
  • Grey YouTube Icon
  • Grey Instagram Icon

KGM frumsýnir Musso EV og Torres Hybrid

KGM Musso EV og Torres HEV

James Einar Becker

29. sep. 2025

Frumsýningin markar mikilvægt skref í alþjóðlegri stækkun KGM vörumerkisins og sýnir skýrt áform fyrirtækisins um að styrkja stöðu sína á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. KGM lítur á Musso EV og Torres HEV sem lykilþætti í áætlun sinni um alþjóðlegan vöxt.

Frumsýningin markar mikilvægt skref í alþjóðlegri stækkun KGM vörumerkisins og sýnir skýrt áform fyrirtækisins um að styrkja stöðu sína á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum.


KGM lítur á Musso EV og Torres HEV sem lykilþætti í áætlun sinni um alþjóðlegan vöxt. Fyrirtækið hyggst aðlaga markaðs- og dreifingarstefnu sína eftir löndum, með áherslu á samstarf við staðbundna söluaðila og uppbyggingu innviða í Evrópu og víðar.


Musso EV: Fjölhæfur rafdrifinn pallbíll


Musso EV er fyrsti 100% rafdrifni pallbíll KGM. Fjórhjóladrifs útgáfa bílsins dregur 390 km, á meðan að 2WD útgáfa bílsins getur dregið 419 km. KGM Musso EV sem James Einar reynsulók var 4WD útgáfan og skilaði hann 207 hestöflum og 330 Nm tog.


„En ég meina kommon, við erum íslendingar og höfum ekkert að gera með 2WD útgáfu af pallbíl. Það er álíka gagnslaust og það var að kaupa Samúel blöð í gamla daga“, Segir James Einar


Musso EV styður 200 kW hraðhleðslu og nær 80% hleðslu á um 24 mínútum. Hann hefur 500 kg burðargetu og samfellda yfirbyggingu sem sameinar notagildi og nútímalega hönnun. Einnig getur bíllinn dregið 1.5 tonn sé hann útbúinn með dráttarkrók. Bíllinn fæst með sjálfvirka hæðarstýringu á aftur hjólum fjöðrunarkerfisins. Það þýðir að kerfið getur aðlagað sig eða bætt upp fyrir breytta þyngd á palli bílsins til að viðhalda réttri hæð bílsins.



„Innrétting bílsins er til fyrirmyndar og gefur ekki til kynna að ekið sé um á harðgerðum pallbíl. Allt efni sem má finna í hurðum og mælaborði bílsins er mjúkt viðkomu og gefur eftir ef maður þrýstir á það. Bíllinn kemur með leður sætum sem bæði er hægt að kæla og hita á með að aftursætin er hægt að hita“, Segir James Einar


KGM staðsetur Musso EV sem hagkvæmt og áreiðanlegt val fyrir bæði vinnu og tómstundir – pallbíl sem sameinar endingargóða hönnun og núllútblástur.


KGM Torres Hybrid: Skilvirk blanda fyrir daglegt líf


Torres HEV byggir á vinsælum jeppa KGM og er búinn nýju „Dual Tech Hybrid “ kerfi fyrirtækisins. Kerfið sameinar 1,5 lítra túrbó-bensínvél og rafmótor með rafhlöðu, sem saman skila um 176 hestöflum. Í borgarakstri getur bíllinn ekið á hreinu rafmagni allt að 94% tímans, sem skilar verulegri eldsneytissparnaði.


Torres HEV býður upp á tvo 12,3 tommu skjái, öflugt öryggis- og akstursaðstoðarkerfi (ADAS) og góða hljóð- og titringseinangrun. Rúmmál farangursrýmis er 668 lítrar og er dráttargeta bílsins 1.300 kg. Þetta gerir bílinn einstaklega hentugan fyrir fjölskyldur og útivistarfólk.


Musso EV höfðar til viðskiptavina sem vilja öflugan og umhverfisvænan vinnubíl, á meðan Torres HEV býður upp á hagkvæma og aðgengilega tengiltvinn blöndu fyrir daglega notkun.



bottom of page