
James Einar Becker
16. júl. 2025
Ford hefur loksins opinberað nýja 2025 Ranger Plug-In Hybrid. Nálgunin er augljós, þetta á að vera vinnubíll sem getur sparað bensín í daglegu án þess að missa tog getu, burðarþol eða dráttargetu.
Ford hefur loksins opinberað nýja 2025 Ranger Plug-In Hybrid. Nálgunin er augljós, þetta á að vera vinnubíll sem getur sparað bensín í daglegu án þess að missa tog getu, burðarþol eða dráttargetu. Þetta er ekki tilraun til að búa til crossover jeppling sem lítur út eins og pickup. Heldur er þetta pickup sem bætir hybrid vélarbúnað við sína hefðbundnu getu.
Undir húddinu er 2,3 lítra EcoBoost túrbó bensínvél en nú er búið að tengja hana við rafmótor. Áætluð heildarafköst eru í kringum 280 hestöfl sem nær 700 Nm tog. Ranger PHEV býður upp á um 40 til 50 kílómetra rafdrifna drægni séu veður og vindar hagstæðir. Fyrir flesta daglegar ferðir í vinnu, í búðina, í skólann er það vel innan raunhæfra marka þess sem þarf. Ford er ekki að lofa hringferð á rafmagni heldur sparnaði í daglegum akstri. Þar á hybrid tæknin heima og þannig á hún að virka.
Það sem gerir þessa útgáfu sérstaklega áhugaverða er að Ford heldur sér við þá hugmynd að bíllinn eigi að vera vinnubíll. Ranger-inn getur dregið 3.500 kg og er áfram hannaður sem hluti af verkfæratöskunni. Hann er með svokallað “Pro Power Onboard” sem er innbyggt rafmagnsúrtak sem gera ökumanni kleift að knýja búnað eins og hjólasög, slípírokk eða hraðsuðuketil beint úr palli bílsins.
Þetta er í rauninni það sem skilgreinir 2025 árgerðina af Ford Ranger PHEV. Þetta er ekki tilraun til að endurskilgreina bílinn sem eitthvað annað en hann var og er. Þetta er tilraun til að bæta hann með tækni sem raunverulega bætir bílinn. Og hann gerir það án þess að taka burt það sem gerði Ranger-inn vinsælan til að byrja með.
Hybrid útgáfan verður þannig sennilega sú skynsamlegasta fyrir fjölda íslenskra eigenda: Ef maður hefur hleðslustöð heima og vill minnka eldsneytisnotkun í daglegum akstri, en þarf samt að hafa kraft, tog og möguleikann á að draga kerru, þá er Ford Ranger PHEV frábær kostur.





















